Innra eftirlit og áhættustýring

Fækkum óvæntum slysum.


Innra eftirlit og áhættustýring

Innra eftirlit er ferli sem mótast af stjórn, stjórnendum þess og starfsfólki. Tilgangur þess er að veita hæfilega vissu fyrir því að fyrirtæki nái markmiðum sínum, rekstur sé skilvirkur, fjárhagsupplýsingar séu áreiðanlegar og að samrýmist við gildandi lög og reglugerðir.

Ekki er til í lögum á Íslandi skilgreining á innra eftirliti en í lögum um ársreikninga segir að upplýsa skuli í skýrslu stjórnar um helstu þætti innra eftirlits. Jafnframt hefur Fjármálaeftirlitið gefið út leiðbeinandi tilmæli um innra eftirlit hjá fjármálafyrirtækjum.

Advant endurskoðun ehf. veitir viðskiptavinum sínum aðstoð við að draga úr áhættu með því að veita ráðgjöf, aðstoð við innleiðingu og leggja mat á virkni áhættustjórnunar, innra eftirlits og stjórnarhátta.