Tilgangur endurskoðunar er að veita hagsmunaaðilum óháð og faglegt sérfræðiálit á fjárhagslegum upplýsingum en á sama tíma leggjum við mikla áherslu á að veita virðisaukandi þjónustu fyrir fyrirtæki sem í endurskoðun hjá Advant.
Advant endurskoðun ehf. veitir endurskoðunarþjónustu í hæsta gæðaflokki og byggja endurskoðunaraðferðir Advant á nýjustu aðferðafræðum við endurskoðun. Við endurskoðun leggjum við mikla áherslu á að þekkja fyrirtækið og það umhverfi sem fyrirtækið starfar við til að við getum skipulagt vinnu okkar með skilvirkum hætti.
Endurskoðun okkar er unnin á grunni gæðakerfis Advant endurskoðunar ehf. þannig að tryggt er að endurskoðun er unnin í samræmi við lög og þær reglur sem gilda um endurskoðun. Advant endurskoðun ehf. notar alþjóðlega viðurkenndan hugbúnað sem heldur utan um alla þætti endurskoðunar. Þannig tryggjum við að viðskiptavinir okkar fái bestu þjónustu sem völ er á.