Innri endurskoðunarþjónusta Advant
Advant endurskoðun ehf. veitir óháða og hlutlæga staðfestingu og ráðgjöf á virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarháttum með kerfisbundnum og öguðum vinnubrögðum til að styðja fyrirtæki og stofnanir í því að ná markmiðum sínum.
Við leggjum metnað okkar í því að veita jafnframt virðisaukandi ráðgjöf handa stjórnendum.
Sérfræðingar okkar hafa áralanga reynslu á sviði endurskoðunar og ráðgjafar og hægt er að úthýsa innri endurskoðun að öllu leyti eða að hluta til Advant endurskoðunar ehf.